Salún
Handklæði Brautin - svart - 60x100 cm
Brautin handklæði – innblásin af klassískri hönnun og íslenskri náttúru
Brautin handklæði eru innblásin af sígildum, röndóttum sundlaugarhandklæðum. Þau eru ofin með Jacquard-tækni sem gerir þau tvöföld og sérlega mjúk, þar sem mynstrið nýtur sín vel í áferð og útliti.
Litatónar handklæðanna eru sóttir í íslenska náttúru, með vísan í plöntur eins og lambagrasþúfu og geldingahnappa á Sprengisandi.
Handklæðin henta frábærlega í daglega notkun – hvort sem er í sund, ferðalög, gönguferðir eða á ströndina þar sem þau eru:
- Létt
- Rakadræg
- Þorna hratt
- Auðvelt að pakka
Stærð: 100 × 60 cm
Efni: 100% tyrknesk bómull
Handklæðin eru framleidd í Tyrklandi eftir aðferðum tyrkneskra Pestemal og Perskir handklæða, sem eiga rætur sínar í hinum aldagömlu Hammam baðsiðum Ottómanveldisins.
Perskir handklæðin (100 × 60 cm) eru að uppruna ætluð fyrir hárið, en Pestemal handklæðin (90 × 170 cm) eru hugsuð fyrir líkamann. Pestemal eru einnig tilvalin sem sjöl eða létt teppi og Perskir henta vel sem gestahandklæði eða viskastykki.
Couldn't load pickup availability
Heimsending
Við sendum um land allt með Íslandspósti. Sendingarkostnaður fellur niður þegar pantað er yfir 20.000 kr.
Hægt er að sækja pantanir í verslun okkar í Neskaupstað.
Skilaréttur
Skilafrestur er 14 dagar. Vörunni fæst einungis skilað gegn framvísun kvittunar eða pöntunarnúmers.
Nánari upplýsingar um vöruskil má finna í skilmálum.
Láta mig vita þegar vara kemur
Handklæði Brautin - svart - 60x100 cm - Default Title